
ORKA Í HEIMABYGGÐ
Baseload Power á Íslandi vinnur að nýsköpun og uppbyggingu á sviði jarðhitanýtingar – í þágu sveitar og þjóðar.

Starfsemi okkar
Við nýtum jarðhitaauðlindir við lægra hitastig en hefðbundnar virkjanir á Íslandi og framleiðum þannig bæði rafmagn og heitt vatn. Með því að framleiða orku í heimabyggð viljum við bæta orkuöryggi og skapa ný atvinnutækifæri nærliggjandi sveitum til handa á sjálfbæran og umhverfisvænan hátt.
Við leggjum ríka áherslu á að allar okkar framkvæmdir séu unnar í góðri samvinnu við landeigendur, sveitarfélög, hitaveitur og notendur orkunnar, enda er mikilvægt að ný orkuver rísi í samhljómi við náttúru og nærsamfélag.
Þess vegna eru orkuverin okkar fyrirferðalítil, en þótt þau séu smá eru þau heldur betur kná.

Orkuverin okkar
Samstarfsaðilar

Samorka er hagsmunasamtök fjölbreyttra fyrirtækja og aðila í sjálfbærri orku- og veitustarfsemi.
Aðildarfyrirtæki Samorku reka grundvallarinnviði samfélagsins. Það eru hita-, vatns- og fráveitur ásamt fyrirtækjum úr allri virðiskeðju grænnar raforku; framleiðslu, flutningi, dreifingu, sölu og ráðgjöf.

Jarðhitafélag Íslands vinnur að því að efla þekkingu á jarðhita og gegnir mikilvægu hlutverki sem tengiliður milli vinnslu, rannsókna og nýtingar jarðhitaauðlinda. Markmið félagsins er að stuðla að hagkvæmri og sjálfbærri nýtingu jarðhita.
Teymið

Marta Rós Karlsdóttir

Hermann Baldursson

Hjörleifur Þór Steingrímsson

Sæmundur Guðlaugsson

Gunnar Gunnarsson
