EFTIRSPURN EFTIR HREINNI GRUNNORKU RÝKUR UPP

Næsta fjárfestingartækifæri í endurnýjanlegum orkugjöfum

Þörf er á að auka raforkuframleiðslu heimsins úr 8.000 í 24.000 GW fyrir árið 2050. Til að ná árangri í alþjóðlegum orkuskiptum þurfum við uppsprettu hreinnar grunnorku sem er alltaf til staðar. Af hverju? Til að koma jafnvægi á dreifikerfið og bæta við vaxandi magn tímabundinna orkugjafa á borð við sólar- og vindorku. Hver sem getur boðið upp á þessa lausn má búast við hárri ávöxtun eiginfjár.

Jarðhitaorka uppfyllir þessar kröfur. Þar er fyrir stór markaður til að sækja á en þó hafa aðeins 3 til 8 prósent af jarðhitamöguleikum heimsins verið nýtt til þessa. Eftirspurn eftir jarðhita á alþjóðavísu fer vaxandi og þekking og þroski atvinnugreinarinnar er að aukast. Síðast en ekki síst er olíu- og gasiðnaðurinn farinn að beina áhuga sínum og fjármagni í átt að þessum ónýttu möguleikum á hreinni orku.

Algengar spurningar

Viltu kynna þér jarðhita betur? Hér eru svör við nokkrum algengum spurningum.

Uppsett afl á heimsvísu 2024, samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðlega jarðhitafélaginu (IGA), er 16,3 GWe (rafmagn) og 173 GWt (varmi).

Þrjú stærstu jarðhitalöndin, miðað við árið 2023, voru Bandaríkin (uppsett afl: 3.900 MW), Indónesía (2.418 MW) og Filippseyjar (1.952 MW). Löndin sjö sem koma þar á eftir á topp tíu listanum eru Tyrkland (1.691 MW), Nýja-Sjáland (1.042), Kenía (985 MW), Mexíkó (976), Ítalía (916 MW), Ísland (754 MW) og Japan (576 MW).

Hægt er að nota jarðhitaorku sem endurnýjanlegan orkugjafa, til hitunar og kælingar, í vinnsluferlum í landbúnaði og iðnaði sem og í vinnslu steinefna, svo örfá dæmi séu nefnd um hugsanlega notkun.

Til að beisla jarðhitaorku leita jarðfræðingar að uppsprettum heits vatns, eða veitum, neðanjarðar. Þegar búið er að bera kennsl á uppsprettu er hún síðan opnuð með borholum. Þessar borholur eru venjulega á bilinu 10 til 15 sentímetrar í þvermál, með dýpi á bilinu nokkur hundruð metrar til nokkurra kílómetra, allt eftir tilganginum og staðsetningunni.

Nei, ekki í samanburði við aðra virkjanakosti. Jarðhitavirkjun notar 12 prósent af rými sólarorkubýlis til að framleiða eitt GW af rafmagni.

Hann var 0,056 USD/kWh árið 2022, samkvæmt IRENA.

Eigendur okkar

Breakthrough Energy Ventures nýtur stuðnings margra fremstu viðskiptaleiðtoga heims, en félagið fjárfestir í fyrirtækjum sem nýta nýsköpun og tæknilausnir til þess að finna lausnir við loftslagsbreytingum.

Gullspång er fjölskyldurekið fjárfestingarfyrirtæki með langtímafjárfestingarsýn. Eignasafnið samanstendur að mestu af fyrirtækjum sem tengjast orku, matvælum, vatni, heilbrigðisþjónustu og menntun.

Blue er fjárfestingarfyrirtæki sem fjárfestir í alþjóðlegum fyrirtækjum með skýra sjálfbærnistefnu sem hafa það markmið að hafa jákvæð áhrif á mannkyn, umhverfi og samfélag.

Leiðandi tækni- og orkufyrirtæki. Baker Hughes hannar, framleiðir og þjónustar umbreytandi tækni til að þróa orkumál áfram.

LMK Forward er hluti af LMK Industry hópnum. Fyrirtækið fjárfestir meðal annars í arðbærum, sjálfbærum orkuframkvæmdum, öryggistækni, fasteignum, lífvísindum, fjártækni og upplýsingatæknilausnum.

Chevron Technology Ventures fjárfestir í tækni og lausnum sem hafa möguleika á að bæta framleiðslu og afhendingu á áreiðanlegri, hagkvæmri og sífellt hreinni orku.

Greinar

Market insights

Hvers vegna að fjárfesta í jarðhita?

Eftirspurn eftir hreinni raforku eykst á fordæmalausan hátt vegna orkuskipta í heiminum. Til að hrein raforkukerfi framtíðarinnar verði sjálfbær er brýn og vaxandi þörf fyrir hreint grunnafl, sem jarðhiti er í einstakri stöðu til að veita. Hér förum við yfir sex góðar ástæður fyrir því að gerast fjárfestir.

Market insights

Við stækkum hraðar á sterkum grunni

Við knýjum fram umbætur með því að vinna með áður ónýttar auðlindir og drögum á sama tíma úr áhættu með breiðu samstarfi í fjárfestingum á heimsvísu. Samstarf okkar við olíu- og gasiðnaðinn og aðra áreiðanlega og sterka hagaðila í orkugeiranum gerir okkur kleift að nota bestu mögulegu tæknina og ferlin sem þarf til að stækka iðnaðinn í heild sinni.

Market insights

Jarðhiti – púsluspilið sem vantar

Nú þegar heimurinn stefnir að því að þrefalda endurnýjanlega orkugetu sína fyrir árið 2030 þurfum við að styðja við nýtingu sólarorku og vindorku með stöðugri og endurnýjanlegri grunnorku sem er alltaf til staðar. Jarðhiti er eitt af púslunum sem vantar í spilið, því hann hjálpar til við að koma á stöðugleika í raforkukerfinu og tryggja orkuöryggi.

Market insights

Jarðhiti útskýrður í hnotskurn

Jarðhiti er stærsta ónýtta uppspretta endurnýjanlegrar orku í heiminum. Í stuttu máli er hann náttúrulegur hiti sem geymdur er í iðrum jarðar. Varmaorkan sem leynist undir fótum okkar er endurnýjanleg og má nota hana til að framleiða rafmagn, til upphitunar og kælingar, til framleiðslu matvæla, í iðnaði og til vinnslu steinefna.

Svona fjárfestum við

Hjá Baseload Capital bjóðum við upp á fjármagn, eigið fé og/eða lánsfé á upphafsstigi til að flýta fyrir jarðhitaverkefnum sem eru þróuð af Baseload Power-fyrirtækjum okkar. Við veitum sérhverju nýju fyrirtæki í eignasafni okkar eigið fé, fjárhagsuppbyggingu og auðvitað aðgang að víðtækri reynslu okkar og þekkingu. Við útvegum fjármálagerninga við hæfi fyrir hvert stig í hverju jarðhitaverkefni til að tryggja arðsemi og árangur til langs tíma.

Með alþjóðlegu fjárfestingasafni okkar sköpum við tækifæri til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og fá heilbrigða fjárhagslega ávöxtun á fjárfestingar okkar. Eignasafnsaðferð okkar skapar stærðarhagkvæmni og dregur úr áhættu með góðri dreifingu.

Viltu vita meira?

Við elskum það sem við gerum – og okkur þætti líka gaman að segja þér betur frá því.

HAFA SAMBAND