MINNKUM ÁHÆTTUNA Í JARÐHITA
Með alþjóðlegu fjárfestingasamstarfi stuðlum við að auknu aðgengi að hreinni, grænni og áreiðanlegri orku um allan heim.
Sagan okkar
Árið 2017 rakst Alexander Helling, stofnandi fyrirtækisins, á veigamikið tækifæri. Miklir möguleikar fólust í jarðhitaauðlindum með lægri hita í öllum heimshornum, sem áður hafði verið litið fram hjá. Hann gerði sér grein fyrir að þetta gæti stækkað alþjóðlega jarðhitamarkaðinn og gegnt lykilhlutverki í orkuskiptum.
Að ári liðnu var Baseload Capital stofnað til að afla fjár til þróunar jarðhitaverkefna og Baseload Power var stofnað til að starfrækja orkuver. Aðeins fjórum árum síðar höfðu alls átta tilraunaverksmiðjur verið stofnaðar á Íslandi, í Japan og Bandaríkjunum, ásamt fyrirhuguðum framtíðarverkefnum í Taívan. Þetta var stór áfangi.
Til að ná þessum árangri þurftum við að yfirstíga margar hindranir, jafnt fjárhagslegar sem tæknilegar. Hver er lykillinn að velgengni okkar? Sístækkandi hópur þrautseigra og framsækinna frumkvöðla og þrotlaus stuðningur áreiðanlegra langtímafjárfesta.
Markmið okkar er að verða alþjóðlegt fjárfestingaafl sem leiðir framlínuna í þróun og rekstri jarðhita. Okkur mun ekki takast að gera þetta á eigin spýtur. Þess vegna leiðum við breitt og faglegt samstarf sem stuðlar að aukinni nýtingu jarðhita – í þágu jarðar í jafnvægi.
Ferlið okkar
Í samstarfi við dótturfélög okkar vinnum við í átt að því að koma jarðhita í gagnið um allan heim. Við sjáum um fjármögnunarhliðina, markaðsrannsóknir og tæknilega þekkingu – en orkufélögin okkar sjá um að skipuleggja tiltekin verkefni, meta þau og votta svo áður en þau eru tekin í gagnið sem jarðhitaorkuver.
Á HEIMSVÍSU:
BASELOAD CAPITAL
Fjármögnun
Við getum hraðað framþróun og uppbyggingu arðsamra jarðhitaverkefna með því að sjá þeim fyrir fjármagni, hvort sem það er í formi hlutafjár, lánsfjár eða stofnfjár.
Markaðsrannsóknir
Við rannsökum ótal svæði, hagkerfi og markaði um heim allan með það að markmiði að koma auga á ný viðskiptatækifæri – og tryggja svo leigu- og kaupsamninga í kjölfarið.
Tæknileg þekking
Við erum sérfræðingar í tæknilega grunninum sem þarf til að koma á fót jarðhitaorkuveri, og við vitum hvað þarf að gera til að nýta orkuna sem best.
SVÆÐISBUNDIÐ:
ORKUFÉLÖG OKKAR
Verkefnaskipulag
Orkufélögin okkar meta jarðfræðilegar aðstæður, kortleggja staðsetningar fyrir verin og taka mið af getu orkukerfanna á staðnum – auk þess sem þau mynda sterk sambönd við alla mikilvægustu hagaðila svæðisins.
Mats- og vottunarferli
Áður en farið er á fullt með verkefnin framkvæma orkufélögin okkar lokamat á aðstæðum, eins og með því að taka vatnssýni, þyngdaraflskannanir og fleira. Svo kvitta þau undir leigusamninga, leyfisbréf og annað álíka sem þarf.
Útfærsla
Teymin okkar sjá svo um að verkstýra uppbyggingu orkuveranna, undirbúa svæðið og sjá til þess að öll nauðsynleg tæki og búnaður séu til staðar.
Við stækkum hraðar á sterkum grunni
Fyrirtækið
Móðurfélag okkar, Baseload Capital, fjárfestir í jarðhitaverkefnum um allan heim. Dótturfélög okkar, Baseload Power félögin, byggja, taka í notkun og reka jarðhitahitastöðvar og raforkuver, fjármögnuð af Baseload Capital.
Stjórnendateymið
Alexander Helling
Pernilla Wihlborg
Charlotte Rylme
Mattias Mörnesten
Kristina Hagström-Ilievska
Kristín Vala Matthíasdóttir
Starfsfólk Baseload Capital
Tony Engman
Simon Westerlund
Gabriella Skog
Manon Stöver
Malin Glas
Ryoko Kondo
Veronica Wänman
Sanja Margetić
Anders Bäckström
Boel Stier
Claire Lai
Umut Baris Ulgen
Laura Singer
Catharina Johansson
Anna Clarin
Jonathan Verlander
Guðjón Helgi Eggertsson
Felix Engman
Mari Winarve
Samstarfsaðilar