Við hjá Baseload Power á Íslandi tilkynnum með ánægju að barnabókin Okkar dulda orka kemur nú út í íslenskri útgáfu

Okkar dulda orka fjallar um vinina Sæ, Blæ, Sunnu, Berg og Glóð, mikilvægi endurnýjanlegrar orku, samvinnu í þágu jarðarinnar – og síðast en ekki síst um það að vera vinur í raun.
Feature Article
febrúar 11, 2025

Bókin hvetur lesendur til að uppgötva sína eigin leyndu krafta og kemur því til skila hversu miklu sé hægt að áorka með samvinnu og koma jörðinni í betra jafnvægi. Bókin hæfir börnum á öllum aldri sem vilja fræðast um endurnýjanlega orku.

 

Okkar dulda orka var fyrst gefin út í Svíþjóð árið 2023 á vegum Baseload Capital, fjárfestingafélags í jarðhita, og hefur þegar selst í rúmlega 8000 eintökum. Hún hefur verið fáanleg á ýmsum tungumálum; ensku, sænsku, kínversku, úkraínsku og nú einnig á íslensku í samstarfi við Samorku, samtök orku- og veitufyrirtækja á Íslandi.

 

Útgáfudagur bókarinnar er 13. febrúar 2025 og verður hún fáanleg í völdum verslunum Pennans Eymundsson og Forlagsins.

Lestu alla fréttatilkynninguna á Cision.