Við hjá Baseload Power á Íslandi tilkynnum með ánægju að barnabókin Okkar dulda orka kemur nú út í íslenskri útgáfu

Bókin hvetur lesendur til að uppgötva sína eigin leyndu krafta og kemur því til skila hversu miklu sé hægt að áorka með samvinnu og koma jörðinni í betra jafnvægi. Bókin hæfir börnum á öllum aldri sem vilja fræðast um endurnýjanlega orku.
Okkar dulda orka var fyrst gefin út í Svíþjóð árið 2023 á vegum Baseload Capital, fjárfestingafélags í jarðhita, og hefur þegar selst í rúmlega 8000 eintökum. Hún hefur verið fáanleg á ýmsum tungumálum; ensku, sænsku, kínversku, úkraínsku og nú einnig á íslensku í samstarfi við Samorku, samtök orku- og veitufyrirtækja á Íslandi.
Útgáfudagur bókarinnar er 13. febrúar 2025 og verður hún fáanleg í völdum verslunum Pennans Eymundsson og Forlagsins.